Evrópusambandið hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Þetta var tilkynnt formlega klukkan níu í morgun að íslenskum tíma en um klukkustund áður hafði norska ríkisútvarpið birt frétt þar að lútandi á vef sínum.
Thorbjørn Jagland, formaður verðlaunanefndar norska Stórþingsins,vildi í morgun ekki staðfesta frétt NRK að öðru leyti en því að nefndin hafi verið samstiga við valið.
Jagland segir að ESB og forverar þess hafi í yfir sex áratugi unnið að friði og samkomulagi, lýðræði og mannréttindum. Þetta kom fram í máli hans þegar valið var formlega tilkynnt.