Verðlaunin breyta ekki afstöðu Norðmanna

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs.
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. AFP

„Það er mögu­legt að óska Evr­ópu­sam­band­inu til ham­ingju með friðar­verðlaun­in þetta árið og viður­kenna hlut­verk sam­bands­ins í því að viðhalda friði en um leið skilja það frá spurn­ing­unni um sam­band þess og Nor­egs,“ sagði Jens Stolten­berg, for­sæt­is­ráðherra Nor­egs, við frétta­menn eft­ir að til­kynnt var í gær að Evr­ópu­sam­bandið hefði hlotið friðar­verðlaun Nó­bels í ár.

„Þessi friðar­verðlaun breyta engu um stöðuna í sam­bandi Nor­egs og Evr­ópu­sam­bands­ins,“ sagði hann enn­frem­ur og lagði áherslu á að aðild að sam­band­inu væri ekki á dag­skrá í Nor­egi sam­kvæmt frétta­vefn­um Thelocal.no.

Fram kem­ur í frétt­inni að Evr­ópu­sam­bandið sé mjög um­deilt í Nor­egi enda hafi norsk­ir kjós­end­ur tvisvar hafnað aðild að sam­band­inu í þjóðar­at­kvæði, fyrst 1972 og síðan 1994. Þá séu yfir 70% Norðmanna and­víg aðild sam­kvæmt síðustu skoðana­könn­un­um.

Engu að síður sé flokk­ur Stolten­bergs, Verka­manna­flokk­ur­inn, hlynnt­ur aðild að Evr­ópu­sam­band­inu en búi við þá stöðu að vera í sam­steypu­stjórn með tveim­ur flokk­um sem hafna þeirri hug­mynd að Nor­eg­ur ætti að ganga í sam­bandið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka