Kínverska stjórnkerfið gæti „sprungið“

Francis Fukuyama.
Francis Fukuyama. www.wikipedia.org

Stjórn­kerfi Kína er und­ir mikl­um þrýst­ingi frá vax­andi millistétt lands­ins og er því lík­legt til þess að „springa á ein­hverj­um tíma­punkti“ að sögn banda­ríska stjórn­mála­fræðings­ins Franc­is Fukuyama. 

„Kína hef­ur alltaf þurft að glíma við stórt upp­lýs­inga­vanda­mál þar sem keis­ar­inn átt­ar sig ekki á því hvað er að ger­ast“ í gras­rót­inni seg­ir Fukuyama, en hann er best þekkt­ur fyr­ir bók sína „The End of History and the Land Man,“ þar sem hann setti fram þá kenn­ingu sína að frjáls­lynt lýðræði væri vog­ar­ás sam­fé­lagsþró­un­ar. 

Hann seg­ir vanda keis­ar­anna til forna vera að mörgu leyti vanda Komm­ún­ista­flokks Kína í dag. „Vegna þess að þeir eru ekki með fjöl­miðlafrelsi eða kosn­ing­ar á sveit­ar­stjórn­arstigi að þá geta þeir ekki metið hvað þegn­ar þeirra eru að hugsa,“ seg­ir Fukuyama, en hann mun sækja ráðstefnu um al­heims­stjórn­mál í Par­ís, höfuðborg Frakk­lands í vik­unni.  

Sam­fé­lags­miðlar koma til sög­unn­ar

Hann seg­ir að for­ysta flokks­ins reyni að bæta sér þann skort með því að halda skoðanakann­an­ir og fylgj­ast með umræðu á sam­fé­lags­miðlum, sér­stak­lega síðunni Wei­bo sem er eft­ir­lík­ing af Twitter. Fukuyama seg­ir að þess­ir sömu sam­fé­lags­miðlar séu að vekja upp þjóðarsál sem hafi ekki verið til á meðan all­ir miðlar voru á valdi stjórn­valda.

Hann seg­ir þetta eina af ástæðunum fyr­ir því að hann telji að stjórn­kerfi Kína eigi eft­ir að springa á ein­hverj­um tíma­punkti og nefn­ir lest­ar­slys í júlí 2011 þar sem fjöru­tíu manns lét­ust. Yf­ir­völd reyndu þá að breiða yfir slysið, en neydd­ust til þess að láta af því í kjöl­far fjölda mynda og pósta sem birt­ust á Wei­bo. 

Fukuyama seg­ir að það verði að hrósa Kín­verj­um fyr­ir hinn mikla efna­hags­ár­ang­ur sem þeir hafi náð á síðustu 30 árum, en að skort­ur á réttar­fari og aðferðum til þess að gera vald­hafa ábyrga fyr­ir gjörðum sín­um geri landið næm­ara fyr­ir vanda­mál­um. „Fram að þessu hef­ur for­ysta flokks­ins verið sett sam­an af fólki sem lifði í gegn­um menn­ing­ar­bylt­ing­una og vill ekki end­ur­taka hana. En þegar þeir falla frá að þá eru eng­ar trygg­ing­ar fyr­ir því að ann­ar Maó kom­ist ekki til valda.“ Fukuyama seg­ir að brottrekst­ur Bo Xilai úr flokkn­um á grund­velli spill­ing­ar hafi öðrum þræði verið vegna vax­andi vin­sælda hans á meðal al­menn­ings.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert