Lokað verði á landakaup útlendinga

Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands.
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. AFP

Nýrri lagasetningu um eignarhald á landi í Ungverjalandi er ætlað að koma í veg fyrir að útlendingar geti keypt upp landbúnaðarjarðir. Þetta kom fram í máli Viktor Orban, forsætisráðherra landsins, á fundi með ungum ungverskum bændum í dag samkvæmt frétt AFP.

Fram kemur í fréttinni að Orban hafi ennfremur sagt að þegar lögin hefðu tekið gildi myndu útlendingar ekki lengur geta keypt landsvæði sem hægt er að nýta til ræktunar og bætt við að hliðstæð lagasetning væri í gildi í Frakklandi, Austurríki og víðar.

Þá sagði hann að lagasetningin myndi vernda ræktanlegt land fyrir bröskurum og bönkum en um leið styðja við litla og meðalstóra landeigendur sem og bændur sem ættu stærri jarðir.

Orban sagði ennfremur að tíma sósíalísks landbúnaðar í Ungverjalandi væri lokið og að fyrir höndum stæði að nútímavæða ungverskan landbúnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert