Ostainnflutningur Svía mun leggjast af

Ostur
Ostur

Sænskir mjólkurvöruframleiðendur eru áhyggjufullir vegna fyrirætlana norsku ríkisstjórnarinnar um að hækka innflutningstolla á mjólkurvörur inn í landið.

„Þetta nýja kerfi gerir það að verkum að útflutningur á sænskum ostum til Noregs er úr sögunni,“ segir Fredrik von Unge hjá samtökunum Svensk Mjölk í samtali við TT fréttastofuna í Svíþjóð.

Norsk stjórnvöld hyggjast hækka tolla umtalsvert. Sérstaklega mun það koma niður á sænskum ostaframleiðendum en samkvæmt áætlunum mun tollahækkunin leiða til þess að 27 norskar krónur (583 ísl kr.) verða settar á hvert oststykki óháð verði.

Tollahækkanirnar munu ganga í gildi árið árið 2013 en einnig er stefnt að því að hækka innflutningstolla á lamba- og nautakjöt.

Norsku bændasamtökin fagna tilkomu tollanna og segja þá munu koma til með að styrkja iðnaðinn til muna.

Svíar eru stærstu útflytjendur matvöru til Noregs.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert