Felix Baumgartner rýfur hljóðmúrinn

Austurríkismaðurinn Felix Baumgartner, sem í gær stökk með fallhlíf úr 39 kílómetra hæð, varð fyrsti maðurinn til að rjúfa hljóðmúrinn. Baumgartner fór upp í þessa hæð í sérútbúnum loftbelg, þar sem hann hafðist við í hylki, og tók ferðin upp um tvær klukkustundir.

Hann féll á 1.342 kílómetra hraða þar til fallhlíf hans opnaðist, en það er 1,24-faldur hljóðhraði.

Stökkið var ekki án áhættu, margt hefði auðveldlega getað farið úrskeiðis. Baumgartner hefði getað snúist í loftinu og þannig misst meðvitund. Blóð hans hefði getað farið að sjóða ef minnsta rifa hefði verið á útbúnaði hans, sem var algerlega loftþéttur. Þá hefði hann getað frosið í hel hefði útbúnaður hans ekki virkað sem skyldi, en um 68°C frost er í svona mikilli hæð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert