Meðlimur Pussy Riot í viðtali

Yekaterina Samutsevich.
Yekaterina Samutsevich. AFP

Þýska viku­ritið Der Spieg­el tók viðtal við einn meðlima rúss­nesku pönk­hljóm­sveit­ar­inn­ar Pus­sy riot, Yeka­ter­ina Samut­sevich. Hún var ný­lega lát­in laus úr fang­elsi í Rússlandi.

Í viðtal­inu seg­ir Samut­sevich að rétta­höld­in yfir henni og öðrum meðlim­um hljóm­sveit­ar­inn­ar hafi verið farsi. Tel­ur hún Vla­dimír Pútín hafa ákveðið niður­stöðu dóms­ins. Hinir tveir meðlim­ir Pus­sy Riot, þær Maria Alyok­hina og Tolokonni­kova Nadezhda, voru dæmd­ar í tveggja ára fang­elsi fyr­ir að valda óspekt­um í kirkju þegar þær mót­mæltu ein­ræðistil­b­urðum Pútíns.

Aðspurð hvort það hafi verið mis­tök að velja kirkju sem stað til þess að koma mót­mæl­um sín­um á fram­færi tel­ur Samut­sevich svo ekki vera. „Við vild­um vekja at­hygli á tengsl­um kirkj­unn­ar við Pútín,“ seg­ir Samut­sevich.

Hún viður­kenn­ir að þær gætu hafa mis­boðið trúuðu fólki með því að velja kap­ellu sem stað til mót­mæla. Ætl­un­in hafi hins veg­ar ekki að ráðast gegn trú­ar­brögðum. „En við frömd­um eng­an glæp þó við höf­um gert það þar,“ seg­ir Samut­sevich.

Hún seg­ir að hljóm­sveit­in muni ekki þiggja boð frá út­lönd­um um að koma og spila tónlist sína eft­ir að fang­elsis­vist Alyok­hina og Nadezhda lýk­ur. Þær sæk­ist ekki eft­ir pen­ing­um og ætl­un­in sé að halda bar­átt­unni gegn Pútín áfram. „Bar­átta okk­ar er í Rússlandi. Við berj­umst ekki gegn Pútín frá öðrum lönd­um. Refs­ing okk­ar sýn­ir að okk­ur er að við erum á réttri leið,“ seg­ir Samut­sevich.

Hún seg­ir að þrátt fyr­ir að hót­an­ir hafi beinst gegn þeim úr sam­fé­lag­inu ótt­ist hún ekki of­beldi í þeirra garð. „Ég fer með neðanj­arðarlest­inni eins og ég hef alltaf gert,“ seg­ir Samut­sevich.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert