Romney og „möppur fullar af konum“

00:00
00:00

Ein fleyg­ustu um­mæli kapp­ræðna for­setafram­bjóðand­anna í nótt virðast vera í frá­sögn Mitt Rom­neys um „möpp­ur full­ar af kon­um“. Þannig komst hann að orði þegar talið barst að stöðu kvenna á vinnu­markaði og þótti held­ur óheppi­legt. Um­mæl­in urðu að s.k. in­ter­net „meme“ á einni nóttu.

„Þetta er mik­il­vægt um­fjöll­un­ar­efni og nokkuð sem ég hef lært mikið um, sér­stak­lega sem rík­is­stjóri [Massachusetts], af því að þá hafði ég færi á því að setja sam­an stjórn og all­ir um­sækj­end­urn­ir virt­ust vera karl­ar,“ sagði Rom­ney.

Og bætti við: „Svo ég fór til starfsliðsins míns og sagði, „Hvernig stend­ur á því að allt fólkið sem býðst í þessi störf - það eru allt karl­ar.“ Og þau svöruðu: „Nú, þeir eru fólkið sem sam­ræm­ast hæfnis­kröf­un­um.“ Þetta var árið 2003. Rom­ney sagðist hafa svarað til: „Al­mátt­ug­ur minn, get­um við ekki, get­um við fundið ein­hverj­ar, ein­hverj­ar kon­ur sem eru líka hæf­ar?“

Því næst fór starfs­fólkið, að sögn Rom­ney og „beitti sér sér­stak­lega fyr­ir því að fara og finna kon­ur með bak­grunn sem tal­ist gæti hæfi­leg­ur til að þær gætu orðið meðlim­ir í stjórn­inni. Ég fór til fjölda kvenna­hreyf­inga og sagði: „Getið þið hjálpað mér að finna kon­ur“ og þær færðu mér möpp­ur full­ar af kon­um (e. Bind­ers full of women).“

Þetta ein­kenni­lega orðalag vakti sam­stund­is at­hygli net­verja sem fylgd­ust með kapp­ræðunum og inn­an skamms var merkið #bind­ers­fullofwomen  byrjað að breiðast um Twitter og Tumblr og á face­book var stofnuð síðan Bind­ers full of Women sem rúm­lega 200.000 manns hafa „líkað við“ nú í morg­uns­árið. 

Gagn­rýn­end­ur segja hann tala niður til kvenna. Um­mæl­in séu takt­laus og lýsi litl­um skiln­ingi á raun­veru­leg­um mál­efn­um kvenna á vinnu­markaði. Aðrir segja hins veg­ar að and­stæðing­ar Rom­ney hafi verið að bíða eft­ir því að hann segði eitt­hvað sem tal­ist gæti óheppi­legt til að blása það upp.

Barack Obama og Mitt Romney tókust á í öðrum kappræðunum …
Barack Obama og Mitt Rom­ney tók­ust á í öðrum kapp­ræðunum af þrem­ur í nótt. AFP
Ummælin um möppur fullar af konum varð samstundis að netbrandara.
Um­mæl­in um möpp­ur full­ar af kon­um varð sam­stund­is að net­brand­ara.
Ummælin um möppur fullar af konum varð samstundis að netbrandara.
Um­mæl­in um möpp­ur full­ar af kon­um varð sam­stund­is að net­brand­ara.
Ummælin um möppur fullar af konum varð samstundis að netbrandara.
Um­mæl­in um möpp­ur full­ar af kon­um varð sam­stund­is að net­brand­ara.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert