Greiða nær 70% í skatt

AFP

Sví­ar sem eru með tekj­ur upp á 25 þúsund sænsk­ar krón­ur á mánuði greiða tæp 70% mánaðarlauna sinna til hins op­in­bera þegar skatt­ar á neyslu og launa­tengd gjöld eru reiknuð með.  

Þetta kem­ur fram í rann­sókn sem fram­kvæmd var af Swed­bank sem er með stærsta hóp viðskipta­vina allra banka í Svíþjóð.

Rann­sókn­in tók mið af meðallaun­um starfs­manna sveit­ar­fé­laga sem eru um 25 þúsund sænsk­ar krón­ur. Það jafn­gild­ir um 475 þúsund ís­lensk­um krón­um.

Fleiri þætt­ir voru rann­sakaðir og sam­kvæmt niður­stöðunum greiðir tveggja manna fjöl­skylda með um 55 þúsund króna inn­komu að meðaltali um 38 þúsund krón­ur í skatta og hvers kon­ar op­in­ber gjöld.

„Bein skatt­lagn­ing á laun er eitt. En þegar skatt­ar á neyslu og launa­tengd gjöld eru reiknuð með hækka álög­ur þre­falt,“ seg­ir Maria Ahreg­art fjár­málaráðgjafi hjá Swed­bank í yf­ir­lýs­ingu.

Í rann­sókn­inni kem­ur jafn­framt fram að stærst­ur hluti skatt­anna fari í rekst­ur sveit­ar­fé­laga eða um 35% og rekst­ur líf­eyr­is­sjóðskerf­is­ins eða um 25%. Um 20% fer í bein­an rekst­ur rík­is­ins. 

Ahreg­art bend­ir þó á að hluti skatt­greiðslna fari aft­ur í vasa skatt­greiðenda. Nefn­ir hún barna­bæt­ur og elli­líf­eyr­is­greiðslur í því sam­hengi.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert