Ók á 14 manns og drap einn

mbl.is

Ökumaður lítils sendibíls ók á, að því er virðist viljandi, og slasaði 14 vegfarendur í Cardiff í Bretlandi og drap þriggja barna móður. Hann ók af slysstað en fyrst fór hann út úr bíl sínum og réðst á fórnarlömb sín.

Atburðurinn átti sér stað síðdegis í gær. Rannsóknarlögreglumaðurinn Paul Hurley hjá lögreglunni í Suður-Wales segir að ökumaðurinn sé talinn hafa verið vopnaður.

Karina Menzies, 32 ára, lést af völdum áverka er hún fékk af ákeyrslunni. Hún var að ganga með dætur sínar heim úr skólanum. Sjónarvottar segja að sendibílnum hafi verið ekið upp á gangstétt og á Menzies.

Lögreglan yfirheyrir nú einn mann, 31 árs, grunaðan um árásina. Níu þeirra sem ekið var á eru enn á sjúkrahúsi vegna meiðsla sem þeir hlutu. Þar af eru fimm börn. Tveir fullorðnir vegfarendur eru alvarlega slasaðir en þó ekki taldir í lífshættu.

Sjötíu lögreglumenn vinna í dag að rannsókn málsins sem hefur vakið mikla athygli í Bretlandi.

Svo virðist sem maðurinn hafi vísvitandi ekið á fólkið. Þeirra á meðal hjón sem ýttu barnakerru á undan sér.

Frétt Telegraph um málið.

Frétt BBC um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert