Sjö teknir í dýrlingatölu í dag

Í dag mun Benedikt páfi sextándi taka sjö manns í dýrlingatölu. Athöfnin fer fram í Vatíkaninu. Frumbyggi frá Norður-Ameríku verður nú í fyrsta sinn gerður að dýrlingi.

Kateri Tekakwitha (1656-1680) var kölluð Lilja Mohawks-fólksins. Hún bjó á svæði á mörkum landamæra Kanada og Bandaríkjanna og er dýrkuð og dáð af frumbyggjum álfunnar jafnt sem kaþólikkum.

Meðal annarra sem teknir verða í dýrlingatölu er franskur trúboði í Madagaskar, filippseyskur trúboði og píslavottur sem lést 17 ára gamall, þýskur innflytjandi til Bandaríkjanna sem sinnti sjúkum og spænsk nunna sem barðist fyrir réttindum kvenna.

Valið á dýrlingunum er talið til marks um þá viðleitni kaþólsku kirkjunnar að ná betur til Evrópubúa og Bandaríkjamanna.

Helgur staður um Kateri Tekakwitha í kirkju í Kanada.
Helgur staður um Kateri Tekakwitha í kirkju í Kanada. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert