Þær Nadya Tolokonnikova og Maria Alyokhina, betur þekktar hér á landi sem meðlimir hljómsveitarinnar Pussy Riot, hafa verið sendar í vinnubúðir sem þekktar eru fyrir harkalega meðferð á föngum.
Önnur er í Perm-fangelsinu en hin í Mordovia. Um er að ræða vinnubúðir sem reistar voru í tíð Sovétríkjanna og eru þær alræmdar á meðal Rússa vegna slælegs aðbúnaðar fanga.
Tolokonnikova og Aklyokhina voru dæmdar til tveggja ára fangelsisvistar fyrir óspektir þegar þær fluttu pönkbæn í kirkju. Telja margir að svo þungur dómur sé tilkominn vegna andstöðu hljómsveitarinnar við Vladimír Pútín, forseta Rússlands.
Á twitter-aðdáendasíðu sveitarinnar kemur fram að vinnubúðirnar sem konurnar eru í séu þær „grimmilegustu sem völ er á“.
Þær Tolokonnikova og Aklyokhina hafa setið í fangelsi í Moskvu síðan þær voru dæmdar í ágúst. Þriðji meðlimur Pussy Riot, Yekaterina Samutsev, var hins vegar látin laus. Segja andstæðingar stjórnvalda að sú ráðstöfun hafi verið tilraun til þess að reyna að skapa óeiningu innan sveitarinnar.
AFP segir frá.