Samdrætti spáð í Þýskalandi

Kreppan á evrusvæðinu er farin að bitna á Þjóðverjum.
Kreppan á evrusvæðinu er farin að bitna á Þjóðverjum. mbl.is/afp

Þýski seðlabankinn segir, að á fjórða ársfjórðungi megi búast við að hægi verulega á hagvexti eða jafnvel að efnahagslífið skreppi lítillega saman.

Bankinn segir að þetta megi rekja til afleiðinga kreppunnar á evrusvæðinu, en Þýskaland hefur staðið hana betur af sér en öll önnur ESB-ríkin til þessa.

Á fyrsta fjórðungi ársins nam hagvöxtur í Þýskalandi 0,5% og 0,3% á öðrum fjórðungi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert