Komnar í fangabúðirnar

Tveir meðlim­ir Pus­sy Riot eru nú komn­ar í af­skekkt­ar fanga­búðir í Rússlandi. Þær eru vistaðar á sitt hvor­um staðnum.

 Nadezhda Tolokonni­kova er í vinnu­búðum 14 í Mor­dóvíu og Maria Alyok­hina er í vinnu­búðum 32 í Perm, seg­ir lögmaður þeirra, Vi­oletta Volkova. Hún seg­ist ekki hafa fengið op­in­ber­ar upp­lýs­ing­ar um þetta held­ur hafi hún þurft að fá þær frá sín­um heim­ild­ar­mönn­um. Rúss­nesk fang­els­is­mála­yf­ir­völd eru skyldug til að láta ætt­ingja vita um hvar fólk er vistað, inn­an tíu daga frá því að það er inn­ritað í fang­elsi.

Fang­elsið í Mor­dóvíu er þekkt fyr­ir harðræði. Perm-búðirn­ar eru tald­ar skárri, þær eru í ná­lægð við borg og um 1.400 kíló­metr­um frá Moskvu.

Kon­urn­ar tvær voru dæmd­ar í tveggja ára fang­elsi fyr­ir að hafa ruðst inn í kirkju og flutt þar pönk­bæn gegn Pútín for­seta. Þriðja stúlk­an var lát­in laus.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert