Danir vilja ekki taka upp evruna

mbl.is

Meiri­hluti Dana vill ekki skipta dönsku krón­unni út fyr­ir evr­una ef marka má ný­lega skoðana­könn­un sem Gallup gerði fyr­ir dag­blaðið Berl­ingske. Sam­kvæmt niður­stöðum könn­un­ar­inn­ar eru 67% and­víg því að taka upp evr­una, 22% eru því hlynnt og 11% óákveðin.

Ef aðeins er tekið mið af þeim sem taka af­stöðu með eða á móti eru rúm­lega 75% and­víg því að evr­an verði tek­in upp í Dan­mörku í stað dönsku krón­unn­ar.

Einnig er spurt að því í skoðana­könn­un­inni hvort aðspurðir telji að Dan­ir stæðu bet­ur eða verr að vígi efna­hags­lega ef þeir væru með evr­una sem gjald­miðil. 46% telja að Dan­ir stæðu verr að vígi með evr­una, 27% bet­ur og 16% taka ekki af­stöðu.

Þá er spurt hvort fólk sé sam­mála því eða ósam­mála að Dan­mörk ætti að taka þátt í frek­ari samruna á vett­vangi Evr­ópu­sam­bands­ins. 46% eru ósam­mála því en 35% sam­mála. 19% taka hins veg­ar ekki af­stöðu til máls­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert