Sterkur skjálfti við vesturströnd Kanada

Búið er að gefa út viðvörun vegna flóðbylgju sem stefnir …
Búið er að gefa út viðvörun vegna flóðbylgju sem stefnir í áttina að Hawaii á Kyrrahafi. AFP

Mjög öflugur jarðskjálfti varð við vesturströnd Kanada í nótt. Queen Charlotte-eyjarnar skulfu í skjálftanum sem var 7,7 stig. Margir íbúar óttuðust að flóðbylgja myndi fylgja í kjölfarið og ákváðu að færa sig um set.

Búið er að gefa út viðvörun vegna flóðbylgju sem stefnir nú að bandarísku Hawaii-eyjunum á Kyrrahafi. Einnig var gefin út viðvörun vegna flóðbylgju sem gæti skollið á vesturströnd Alaska.

Jarðskjálftinn varð kl. 20:04 að kanadískum tíma (kl. 03:04 í nótt að íslenskum tíma). Skjálftamiðjan var um 139 km suður af bænum Masset.

Margir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið og sá stærsti mældist 4,6 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert