Minnst 32 eru látnir vegna Sandy

Mörg dauðsföll hafa orðið af völdum trjáa sem rifnuðu upp …
Mörg dauðsföll hafa orðið af völdum trjáa sem rifnuðu upp með rótum í fellibylnum. Þetta tré féll á götuna í Washington. AFP

Sandy heldur áfram að berja á austurhluta Bandaríkjanna, þótt nokkuð hafi dregið úr styrk ofsaveðursins. Nú er talið að a.m.k. 32 hafi látið lífið í veðurofsanum og ríflega 7 milljón heimili eru án rafmagns. Barack Obama varar við því að fárviðrinu sé ekki lokið.

Barack Obama Bandaríkjaforseti lýsti í dag yfir meiriháttar neyðarástandi í New York og New Jersey en þar hafa flóð valdið miklum usla. Laura Trevelya, fréttaritari BBC í New York segir að götur neðri hluta Manhattan minni helst á eftirleik heimsendis. „Göturnar eru yfirgefnar, það er hvergi rafmagn og alls staðar er rusl. Dýnur, sandpokar og trjágreinar sem stormurinn hreif með sér.“

Skriffinnska hamli ekki björgunarstarfi

„Fárviðrinu hefur enn ekki slotað,“ sagði Obama í dag þegar hann heimsótti höfuðstöðvar Rauða krossins í Washington. Hann segir Bandaríkjamenn miður sín yfir Sandy og heitir því að leggja sig allan fram við að takast á við afleiðingarnar. Obama mun á morgun heimsækja New Jersey til að kynna sér það mikla tjón sem þar varð vegna stormsins. 

Almenn ánægja virðist vera með viðbrögð forsetans til þessa. Hann sendi í dag út skýr skilaboð til opinberra stofnana um að hann vildi ekki sjá skriffinsku hamla björgunarstörfum. Meðal annarra hefur ríkisstjóri New Jersey, Chris Christie, lokið lofsorði á framgöngu forsetann og sagt hann standa sig stórkostlega. Þetta vekur óneitanlega athygli í ljósi þess að Christie þessi er Repúblikani og ötull stuðningsmaður Mitt Romney. Fellibylurinn hefur þegar raskað kosningabaráttunni og gæti haft mikil áhrif á úrslit kosninganna.

Börnin lifðu af í aftursætinu

Á breiðgötu C liggja bílar hver utan í öðrum eftir að hafa lyfst á flot þegar vatn streymdi um göturnar. „Þetta var eins og sundlaug hérna í nótt,“ hefur BBC eftir New York búa í leit að bílnum sínum sem er ekki lengur þar sem hann skildi við hann. Í rafmagnsstöð hverfisins voru sprengingar í nótt og segja íbúar að rafblossar hafi lýst upp dimman himinn. Tjónið af völdum Sandy virðist koma mörgum New York búum á óvart, vegna þess hve mildur bylurinn Irene reyndist þeim á síðasta ári. 

Í Bandaríkjunum og Kanada hafa alls 32 látið lífið vegna Sandy, en við það bætist 67 sem dóu þegar bylurinn gekk yfir Karíbahafið á leið sinni í norður. Ýmsar harmsögur hafa heyrst, m.a. frá New Jersey þar sem móðir og faðir dóu samstundis þegar tré féll á bíl þeirra, en börn þeirra tvö, 11 og 14 ára, sátu í aftursætinu og komust lífs af. 

Gríðarlegt tjón varð við strönd Atlantic City.
Gríðarlegt tjón varð við strönd Atlantic City. AFP
Framhliðin á þessari byggingu í Chelsea rifnaði hreinlega af þegar …
Framhliðin á þessari byggingu í Chelsea rifnaði hreinlega af þegar Sandy gekk yfir. Í baksýn má sjá Empire State bygginguna. AFP
Barack Obama heimsótti í dag starfsstöðvar Rauða krossins í Washington …
Barack Obama heimsótti í dag starfsstöðvar Rauða krossins í Washington og stappaði stálinu í landa sína. AFP
Bílar flutu þegar vatn flæddi um götur New York borgar.
Bílar flutu þegar vatn flæddi um götur New York borgar. AFP
Seglbátar urðu fyrir tjóni vegna stormsins í höfn City Island …
Seglbátar urðu fyrir tjóni vegna stormsins í höfn City Island í New York. AFP
Flóð á neðri hluta Manhattan.
Flóð á neðri hluta Manhattan. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert