Hvirfilbylurinn Sandy hefur nú numið land við strönd New Jersey-ríkis. Bylnum fylgir gríðarlegt regn. Óttast er gríðarlegt tjón af völdum hans, milljónir heimila eru nú án rafmagns og samgöngur hafa verið lamaðar undanfarna tvo daga.
Byggingarkrani, sem er á þaki 90 hæða íbúðarblokkar í New York-borg, skemmdist í vindhviðu Sandy í kvöld og hangir nú niður af þakinu. Nærliggjandi götur og byggingar hafa verið rýmd af ótta við að kraninn falli niður.
Engum sögum fer af slysum af fólki vegna þessa.
Byggingin er 306 metra há og þar eru einar dýrustu íbúðir borgarinnar. Samkvæmt umfjöllun dagblaðsins The New York Times seldist ein þeirra nýverið fyrir 90 milljónir Bandaríkjadollara, jafnvirði meira en 11 milljarða íslenskra króna.
Hér má sjá myndir og nýjustu fréttir af Sandy