Slóð eyðileggingar í Ameríku

00:00
00:00

Slaknað hef­ur á veðurofs­an­um í aust­ur­hluta Banda­ríkj­anna, en San­dy skil­ur eft­ir sig slóð eyðilegg­ing­ar frá Karíbahafi til Kan­ada. Um 100 eru látn­ir og neyðarástand enn ríkj­andi hjá millj­ón­um manna. Ham­far­irn­ar ganga yfir viku fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar en eft­ir á að koma í ljós hvaða áhrif þær hafa.

Öll aust­ur­strönd Banda­ríkj­anna hef­ur verið meira og minna lömuð í dag. Gróf­lega hef­ur verið áætlað að fjár­hags­legt tjón af völd­um San­dy nemi allt að 20 millj­örðum dala, bæði hjá heim­il­um og fyr­ir­tækj­um. Óbeint heild­artjón banda­ríska hag­kerf­is­ins gæti verið allt frá 30-50 millj­örðum dala að mati hag­fræðinga hjá IHS Global In­sig­hts.

Heilu hverf­in mara í hálfu kafi þar sem mest flæddi og átta millj­ón­ir manna eru raf­magns­laus­ar. All­ir bank­ar í New York auk verðbréfamiðlun­ar­inn­ar og Nas­daq hafa verið lokaðir í tvo sól­ar­hringa en á morg­un verða dyrn­ar opnaðar að nýju. Sömu­leiðis er unnið er að því að koma sam­göng­um aft­ur af stað, en bæði stræt­is­vagna­kerfi, neðanj­arðarlest­ir og áætl­un­ar­flug hafa legið niðri í New York og víðar. 

Óvíst um áhrif­in á kosn­ing­arn­ar

Barack Obama þykir hafa gengið sköru­lega fram í dag og hef­ur verið í virk­um sam­skipt­um við stjórn­völd og sjálf­boðaliðasam­tök. „Ekki velta því fyr­ir ykk­ur hvers vegna við get­um ekki gert eitt­hvað. Ég vil að þið finnið út úr því hvernig við get­um gert eitt­hvað,“ voru orðin sem Obama beindi til op­in­berra starfs­manna í dag eft­ir heim­sókn í Rauða kross­inn. „Ég vil að þið klippið á skriffinnsk­una. Á þessu stigi máls­ins er eng­in af­sök­un fyr­ir því að bregðast ekki við.“

Talið er að viðbrögð Obama við ill­viðrinu gætu skilað sér í auknu fylgi síðustu dag­ana fyr­ir kosn­ing­arn­ar, enda hef­ur keppnaut­ur hans Mitt Rom­ney fallið nokkuð í skugg­ann. Ákveðinn hluti kjós­enda hef­ur enn ekki gert upp hug sinn sam­kvæmt skoðana­könn­un­um og gæti þróun mála nú því skilið milli feigs og ófeigs í kapp­inu um for­seta­stól­inn. Staðreynd­in er þó sú að helstu óvissu­rík­in, s.s. Ohio, Flórída, Col­orado og Iowa, sluppu við storm­inn. 

Bæði Obama og Rom­ney verða að stíga var­lega til jarðar til að vera ekki sakaðir um að nýta aðstæður sjálf­um sér til fram­drátt­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert