Cameron tapaði í þinginu

Cameron var eigi skemmt í þinginu í kvöld.
Cameron var eigi skemmt í þinginu í kvöld. mbl.is/afp

David Cameron forsætisráðherra Bretlands beið sinn fyrsta alvarlega ósigur í kvöld er neðrideild breska þingsins gekk gegn honum í atkvæðagreiðslu um tillögu sem snertir fjárlög Evrópusambandsins (ESB).

Uppreisnarmenn í Íhaldsflokknum, flokki Camerons, vildu að forsætisráðherrann færi fram á raunverulegan  niðurskurð útgjalda ESB á leiðtogafundi sambandsins í nóvember.

Cameron lýsti sig andvígan því og talaði fyrir því að næstu fjárlög ESB kvæðu á um frystingu útgjalda. Uppreisnarmennirnir fylgdu máli sínu eftir með tillögu sem þingmenn Verkamannaflokksins studdu. Var hún því samþykkt með 307 atkvæðum gegn 294.

Ákvörðun þingsins er ekki bindandi fyrir ríkisstjórn Camerons en þykir engu að síður pólitískt áfall fyrir hann.  Forsætisráðherrann gagnrýndi í ræðu í dag leiðtoga Verkamannaflokksins, Ed Miliband, harðlega og sakaði hann um tækifærismennsku með því að lýsa yfir stuðningi við málstað óhlýðnu íhaldsmannanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert