Cameron tapaði í þinginu

Cameron var eigi skemmt í þinginu í kvöld.
Cameron var eigi skemmt í þinginu í kvöld. mbl.is/afp

Dav­id Ca­meron for­sæt­is­ráðherra Bret­lands beið sinn fyrsta al­var­lega ósig­ur í kvöld er neðri­deild breska þings­ins gekk gegn hon­um í at­kvæðagreiðslu um til­lögu sem snert­ir fjár­lög Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB).

Upp­reisn­ar­menn í Íhalds­flokkn­um, flokki Ca­merons, vildu að for­sæt­is­ráðherr­ann færi fram á raun­veru­leg­an  niður­skurð út­gjalda ESB á leiðtoga­fundi sam­bands­ins í nóv­em­ber.

Ca­meron lýsti sig and­víg­an því og talaði fyr­ir því að næstu fjár­lög ESB kvæðu á um fryst­ingu út­gjalda. Upp­reisn­ar­menn­irn­ir fylgdu máli sínu eft­ir með til­lögu sem þing­menn Verka­manna­flokks­ins studdu. Var hún því samþykkt með 307 at­kvæðum gegn 294.

Ákvörðun þings­ins er ekki bind­andi fyr­ir rík­is­stjórn Ca­merons en þykir engu að síður póli­tískt áfall fyr­ir hann.  For­sæt­is­ráðherr­ann gagn­rýndi í ræðu í dag leiðtoga Verka­manna­flokks­ins, Ed Mili­band, harðlega og sakaði hann um tæki­færis­mennsku með því að lýsa yfir stuðningi við málstað óhlýðnu íhalds­mann­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert