10 dagar í fullt rafmagn í New York

Raflínur eru að mestu ofanjarðar í bandarískum borgum, en myndin …
Raflínur eru að mestu ofanjarðar í bandarískum borgum, en myndin var tekin af bílaröð við bensínstöð í Union í New Jersey í dag. mbl.is/afp

Það mun taka um 10 daga að koma rafveitukerfi New York borgar í lag vegna tjóns sem hamfaraveðrið Sandy olli á því. Því verður ekki rafmagn á allri borginni fyrr en í fyrsta lagi 11. nóvember. 

Frá þessu skýrðu rafveiturnar Con Edison í dag. Segir talsmaður þess, að á um 100.000 stöðum í borgarlandinu hafi tré fallið og tætt niður rafmagnslínur og staura. Sinn tíma tæmi að gera við allt það tjón.

Þó raforkudreifing verði ekki komin í eðlilegt horf fyrr en 11. nóvember mun langmestur meirihluti borgarbúa fá ljós og hita í híbýli sín mun fyrr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert