Úrslitin ráðast í Ohio

00:00
00:00

Barack Obama og Mitt Rom­ney eru á mik­illi þeysireið um inn­an við 10 ríki þar sem enn rík­ir óvissa um hvernig at­kvæðin munu falla í kosn­ing­un­um á þriðju­dag. Talið er næsta víst að vinni Obama Ohio á sitt band, auk Wiscons­in og Iowa, sé hann vís til að verða ann­ar demó­krat­inn eft­ir Seinna stríð til að sitja tvö kjör­tíma­bil.

Íbúar Ohio eru nú með pálm­ann í hönd­un­um og er kosn­inga­bar­átt­an sögð hörðust þar. Eng­inn dæmi eru þess að síðan í Þræla­stríðinu að fram­bjóðandi re­públi­kana hafi kom­ist í Hvíta húsið án þess að sigra í Ohio og skoðanakann­an­ir benda nú til þess að Obama njóti nú 2-5% meiri stuðnings en Rom­ney þar. 

Ohio er því á dag­skrá beggja for­seta­efna á loka­degi kosn­inga­bar­átt­unn­ar, en Obama stefn­ir að auki til Flórída og Col­orado á meðan Rom­ney ætl­ar að heim­sækja Penn­sylvaniu og Virg­in­íu. 

Skoðana­könn­un ABC News og Washingt­on Post sem birt var í dag bend­ir til þess að hníf­jafnt sé með fram­bjóðend­un­um, því báðir mæl­ast með 48% stuðning. Rom­ney er sem fyrr vin­sæl­ast­ur meðal hvítra eldri borg­ara og meðlima evangelísku kirkj­unn­ar. Obama nýt­ur hins veg­ar mik­ils fylg­is kvenna, litaðra og ungra kjós­enda. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert