Hærri lágmarkslaun hugsanlega lögbrot

Boris Johnson, borgarstjóri London.
Boris Johnson, borgarstjóri London. AFP

Bresk stjórnvöld hafa varað Boris Johnson, borgarstjóra London, við því að stefna hans að greiða starfsmönnum borgarinnar laun í samræmi við það sem teljist mannsæmandi brjóti hugsanlega í bága við löggjöf Evrópusambandsins. Hafa þau lagt fram tvö lögfræðiálit þess efnis samkvæmt fréttavef Daily Telegraph.

Fram kemur í fréttinni að Johnson sé talinn hafna þessari afstöðu. Skrifstofa hans hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram komi að þúsundir borgarstarfsmanna hafi það betra vegna þessarar stefnu borgarstjórans. Samkvæmt henni er starfsmönnunum tryggð að lágmarki 8,55 pund á tímann sem skilgreint er sem lágmarkslaun til þess að lifa mannsæmandi lífi.

Johnson fór fram á það að allar hverfisstjórnir í London miðuðu við þetta lágmark við launagreiðslur sínar sem og yfirstjórn borgarinnar með þeim rökum að með því væri hægt að byggja upp hvata fyrir fólk til þess að standa sig enn betur í starfi sem aftur skilaði sér í árangri fyrir bresku höfuðborgina í heild, bæði íbúa hennar og fyrirtæki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert