Söguleg niðurstaða, hver sem úrslitin verða

Verður Mitt Romney fyrsti forseti Bandaríkjanna sem er mormónatrúar?
Verður Mitt Romney fyrsti forseti Bandaríkjanna sem er mormónatrúar? AFP

Það fordæmi hefur skapast í Bandaríkjunum að afar erfitt, nánast ómögulegt sé fyrir sitjandi forseta að ná endurkjöri þegar atvinnuleysi er mikið. Því yrði það sögulegt, nái Obama endurkjöri. En ekki yrði síður sögulegt ef Romney yrði kjörinn, því að þá væri hann fyrsti mormóninn sem sest í forsetastól í Bandaríkjunum.

Enginn forseti hefur verið endurkjörinn frá heimsstyrjöldinni síðari ef atvinnuleysi hefur verið meira en 7,4%.

Hvorki Obama og Romney hafa dregið af sér undanfarna mánuði og hefur lokaspretturinn undanfarnar vikur verið snarpur. Í lokaræðu baráttu sinnar í gær sagði Obama: „Á morgun, frá granítfjöllum New Hampshire til Klettafjallanna í Colorado, frá ströndum Flórída til hæðanna í Virginíu, frá dölum Ohio til akranna í Iowa; framfarirnar í Bandaríkjunum munu halda áfram.“

Romney hélt einnig ræðu í gærkvöldi, en það var ekki á síðasta kosningafundi hans þar sem hann hyggst halda tvo fundi í dag; í Ohio og í Pennsylvaníu. „Á morgun er tímabært að horfa til framtíðar og ímynda okkur hvað við getum gert. Við getum lagt undanfarin fjögur ár að baki okkur og byggt upp nýja framtíð,“ sagði Romney. „Gangið með mér. á morgun, við byrjum nýjan morgundag.“

Kjósa þingmenn, um kannabis og hjónabönd

En í dag verður kosið um fleira.

Kosið verður um einn þriðja af sætum öldungadeildarþingmanna, eða 33 sæti af 100 og um alla fulltrúadeildarþingmennina. Ekki er búist við því að valdajafnvægi muni raskast þar, en repúblikanar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni og demókratar í öldungadeildinni. 

Að auki verður kosið um ýmsar lagabreytingar einstakra ríkja, um hvort leyfa eigi hjónabönd fólks af sama kyni, hvort lögleiða eigi kannabisefni og fóstureyðingar. Til dæmis verður kosið um það í Flórídaríki hvort sjúkratryggingar eigi að greiða fyrir fóstureyðingar og í Maine verður kosið um breytingar á hjúskaparlögum.

Verður Barack Obama fyrsti sitjandi forseti til að ná endurkjöri …
Verður Barack Obama fyrsti sitjandi forseti til að ná endurkjöri í Bandaríkjunum á tímum mikils atvinnuleysis? AFP
Mitt og Ann Romney á kosningafundi í gær.
Mitt og Ann Romney á kosningafundi í gær. AFP
Barack Obama á kosningafundi í Ohio í gær.
Barack Obama á kosningafundi í Ohio í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert