Verður forseti nr. 44 áfram?

Barack Obama og Mitt Romney.
Barack Obama og Mitt Romney. AFP

Barack Obama er 44. for­seti Banda­ríkj­anna, nái Rom­ney kjöri verður hann sá 45. í röðinni, frá því að Geor­ge Washingt­on fyrsti for­set­inn sór embættiseið sinn á svöl­um húss á Wall Street í New York þann 30. apríl 1789. 

Það var líka Washingt­on sem lét byggja Hvíta húsið, embætt­is­bú­stað for­seta Banda­ríkj­anna. Bygg­ing þess hófst árið 1792, en Washingt­on ent­ist ekki ald­ur til að flytja inn í það. Fyrst­ur for­seta til að búa í Hvíta hús­inu var John Adams, 2. for­seti Banda­ríkj­anna.

For­seti í einn mánuð

Sá for­seti sem styst var í embætti var William Henry Harri­son, 9. for­seti Banda­ríkj­anna en hann var for­seti í einn mánuð. Hann tók við embætti 4. mars árið 1841, en fékk fljót­lega kvef og ofan í það lungna­bólgu og lést slétt­um mánuði síðar 4. apríl og var fyrsti for­set­inn sem lést á meðan hann gegndi embætti. James A. Garfield, 20. for­seti Banda­ríkj­anna, sat held­ur ekki lengi, eða í 200 daga árið 1881.

Abra­ham Lincoln var fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem lést fyr­ir hendi morðingja, en því miður ekki sá síðasti. Hann var myrt­ur af John Wil­kes Booth, leik­ara og njósn­ara í leyniþjón­ustu Suður­ríkja­hers.

Upp­haf­lega hafði Booth lagt á ráðin um að ræna Lincoln og ætlaði síðan að skipta á hon­um og stríðsföng­um Norður­ríkja­hers. En eft­ir að hafa hlýtt á mál­flutn­ing Lincolns um að veita skyldi blökku­mönn­um kosn­inga­rétt skipti Booth um skoðun og taldi rétt­ara að ráða for­set­ann af dög­um. Það gerði hann 14. apríl 1865.

John­son tók tvisvar við

Eft­ir lát Lincolns tók vara­for­seti hans við valdataum­um. Sá hét Andrew John­son. Þegar John F. Kenn­e­dy var ráðinn af dög­um tæp­um 100 árum síðar, árið 1963, tók líka vara­for­seti að nafni John­son við embætt­inu. 

Yngsti maður­inn til að taka við for­seta­embætt­inu var reynd­ar Kenn­e­dy, sem var kjör­inn árið 1960. Hann var þá 43 ára. Sá elsti var Ronald Reag­an, sem var tæp­lega sjö­tug­ur er hann var kjör­inn 20 árum síðar, árið 1980.

Sex re­públi­kan­ar og sex demó­krat­ar frá stríðslok­um

Frá lok­um síðari heims­styrj­ald­ar­inn­ar hafa tólf gegnt embætt­inu; sex re­públi­kan­ar og sex demó­krat­ar. 

Nú eru á lífi fjór­ir fyrr­ver­andi for­set­ar. Auk feðganna Bush eru það Jimmy Cart­er og Bill Cl­int­on. Svo vill til að tveir þeirra eru fædd­ir árið 1924, Cart­er og Bush eldri og hinir tveir, þeir Cl­int­on og Bush yngri eru fædd­ir árið 1946. 

Á vefsíðu Hvíta húss­ins er mik­ill fróðleik­ur um for­seta­embættið í Banda­ríkj­un­um og þá sem hafa gegnt því.

George Washington, fyrsti forseti Bandaríkjanna.
Geor­ge Washingt­on, fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna. Wikipedia
John F. Kennedy var yngsti maðurinn til að taka við …
John F. Kenn­e­dy var yngsti maður­inn til að taka við embætti for­seta Banda­ríkj­anna. mbl.is
Ronald Reagan var elsti maðurinn til að vera kjörinn forseti …
Ronald Reag­an var elsti maður­inn til að vera kjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna.
Abraham Lincoln var 16. forseti Bandaríkjanna á árunum 1861-1865.
Abra­ham Lincoln var 16. for­seti Banda­ríkj­anna á ár­un­um 1861-1865.
Feðgarnir George H. W. og George W. Bush sýndir á …
Feðgarn­ir Geor­ge H. W. og Geor­ge W. Bush sýnd­ir á skjá á flokksþingi Re­públi­kana í ág­úst síðastliðnum. Þeir eru í hópi þeirra fjög­urra fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta sem eru á lífi. AFP
Jimmy Carter var forseti Bandaríkjanna 1976-1980.
Jimmy Cart­er var for­seti Banda­ríkj­anna 1976-1980. AFP
Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.
Bill Cl­int­on, fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka