Obama í vænlegri stöðu

Kjósendur í New York bíða eftir að fá að greiða …
Kjósendur í New York bíða eftir að fá að greiða atkvæði. AFP

Þótt enn séu úrslit ekki ráðin í lykilríkjunum tíu, sem talið er að muni ráða úrslitum um niðurstöðu forsetakosninganna í Bandaríkjunum eru línur farnar að skýrast. Barack Obama forseta hefur verið spáð sigri í Wisconsin og New Hampshire. 

Sjónvarpsstöðin CBS segir að honum dugi að sigra í Flórída til að ná endurkjöri. Hann hefur drjúgt forskot í Ohio og Pennsylvaníu og nauma forystu í Flórída. Mitt Romney, frambjóðandi repúblikana, er með forskot í Virginíu og Norður Karolínu.

CBS segir að Nevada hallist nú að Obama. Kjósendur í Nevada hafa yfirleitt hallast að repúblikönum, en kjósendum af suður-amerískum uppruna hefur farið fjölgandi þar og gæti það verið ástæðan fyrir stöðu Obamas þar þrátt fyrir að óvíða sé efnahagsástandið verra en í ríkinu. Obama er einnig með forskot í Iowa þar sem hvítir kjósendur eru í miklum meirihluta. Engar tölur eru komnar frá Colorado.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert