Lögreglan í Pakistan hefur handtekið fimm manns eftir að þorpsráð skipaði föður að afhenta níu ára dóttur sína sem bætur vegna nauðgunar sem hann var sakaður um að hafa framið.
Öldungaráð í afskekktu þorpi í Pakistan komst að þessari niðurstöðu í deilumáli sem staðið hefur árum saman milli auðugs landeiganda og verkamanns.
Verkamaðurinn, Arshad, er sakaður um að hafa tekið þátt í að ræna og nauðga dóttur landeigandans Ali Sher.
Öldungaráðið ákvað svo á sunnudag að Arshad skyldi gifta dóttur sína (níu ára) 22 ára gömul syni landeigandans. Verkamaðurinn samþykkti þetta. Að öðrum kosti þarf hann að borga mjög háar bætur.
Lögreglan hefur nú handtekið Arshad og fjóra meðlimi öldungaráðsins. Ólöglegt er að semja um fólk í bótamálum en slíkur gjörningur tíðkast þó og er kallaður „vani“.