Flugvélaverksmiðjurnar Lockheed Martin tilkynntu í kvöld, að Christopher Kubasik, verðandi forstjóri, hafi verið rekinn úr starfi vegna óleyfilegs „náins persónulegs sambands“ við starfsmann fyrirtækisins.
Kubasik var rekinn samstundis úr starfi er upp um samband hans við starfsmanninn ótilgreinda komst. Við starfi hans hefur tekið Marillyn Hewson, en hún mun jafnframt taka við forstjórastöðunni 1. janúar næstkomandi sem Kubasik var ætluð.