Skothríð varð fyrir utan embættisbústað sænska forsætisráðherrans, Fredriks Reinfeldts, í Stokkhólmi, í dag. Einn maður lést segir í frétt sænska Aftonbladet. Sá var vörður við húsið og talið er, samkvæmt sænskum fjölmiðlum, að hann hafi tekið sitt eigið líf.
Lögregla og sjúkralið eru nú á staðnum. Lögreglunni barst tilkynning um skothríðina kl. 13.11 að staðartíma. Strax var ljóst að einn maður væri alvarlega slasaður en málið er nú farið að skýrast og talið að um sjálfsvíg hafi verið að ræða.
Ráðherrann og fjölskylda hans voru ekki í bústaðnum er atburðurinn átti sér stað.