Viðræður um fjárlög ESB í strand

Höfuðstöðvar Evrópusambandsins.
Höfuðstöðvar Evrópusambandsins.

Viðræður full­trúa rík­is­stjórna Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) og Evr­ópuþings­ins um fjár­lög ESB næsta ár fóru út um þúfur í dag, að sögn Alains Lamassoure, for­manns fjár­laga­nefnd­ar þings­ins.

Til að ná fram að ganga þarf samþykki allra 27 ríkja ESB og þings­ins við fjár­lög­in. „Ráðherr­aráðið gat ekki samið og því var viðræðunum slitið. Fram­kvæmda­stjórn ESB verður nú að leggja fram nýj­ar til­lög­ur svo hægt verði að taka upp þráðinn að nýju,“ sagði Lamassoure.

Viðræðuslit­in þykja ekki vísa á gott fyr­ir leiðtoga­fund ESB-ríkj­anna 22.-23. nóv­em­ber nk. Til hans var boðað til að reyna ná sam­komu­lagi um út­gjalda­áætl­un sam­bands­ins á ár­un­um 2014 - 2020, sem rík­in hef­ur greint veru­lega á um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert