Misskildu hvað var að gerast í landinu

„Við misskildum einfaldlega hvað var að gerast í landinu. Við töldum að 8% atvinnuleysi, eða þar um bil, ásamt hækkandi eldsneytisverði og svo framvegis yrði til þess að það væri nánast óhugsandi fyrir Obama að ná endurkjöri.“

Þetta segir Newt Gingrich, fyrrverandi þingmaður repúblikana í fulltrúadeild bandaríska þingsins, í frétt AFP um niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum sem fram fóru síðastliðinn þriðjudag þar sem frambjóðandi repúblikana, Mitt Romney, beið ósigur fyrir Barack Omaba, Bandaríkjaforseta sem náði endurkjöri.

Fram kemur í fréttinni að repúblikanar velti því nú fyrir sér hvað hafi mistekist í kosningabaráttunni sem og öðrum kosningum sem fram fóru samhliða forsetakosningunum líkt og til öldungadeildar Bandaríkjaþings.

Repúblikanar hafi meðal annars tapað fylgi á meðal kvenna og minnihlutahópa. Þá ekki síst spænskumælandi fólks sem sérfræðingar rekja ekki síst til andstöðu þeirra við að koma á umbótum í innflytjendalöggjöf Bandaríkjanna með það fyrir augum meðal annars að finna lausn á stöðu ólöglegra innflytjenda í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka