Vill að Grikkir fái meiri tíma

AFP

Veita ætti Grikklandi meiri tíma og meiri fjárhagsaðstoð ef á þarf að halda til þess að koma efnahagsmálum sínum í lag og tryggja að landið geti áfram verið hluti af evrusvæðinu. Þetta er haft eftir Jörg Asmussen, fulltrúa Þjóðverja í bankaráði Evrópska seðlabankans, í blaðaviðtali í dag samkvæmt frétt AFP.

„Það er betra að Grikkland verði áfram á evrusvæðinu. Ef það þýðir frekari aðstoð í eitt eða tvö ár í viðbót þá er það mun ódýrara en ef það yfirgefur evrusvæðið eða lendir í greiðslufalli,“ segir hann.

Ummæli Asmussens koma í kjölfar fundar fjármálaráðherra evruríkjanna sem fram fór síðastliðinn mánudag í Brussel þar sem rætt var um að veita Grikkjum síðasta hluta fjárhagsaðstoðar Evrópusambandsins við landið upp á 31,5 milljarða evra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert