„Ég er til, af stað!“

Brett Hartman var tekinn af lífi í dag.
Brett Hartman var tekinn af lífi í dag.

„Ég er til, af stað!“ voru síðustu orð Bretts Hartmans, 38 ára bandarísks karlmanns, sem var líflátinn í Ohio í dag. Eins og hefðbundið er var eitri sprautað í æðar Hartmans. Hann er þriðji fanginn í ríkinu sem tekinn er af lífi á árinu og 38. á landsvísu.

Hartman var dæmdur til dauða fyrir að stinga 46 ára konu til bana árið 1997. Áður hafði Hartmann haft við hana kynmök. Hann batt hana og stakk meira en hundrað sinnum. 

Öllum áfrýjunum Hartmans hafði verið hafnað en þær snerust meðal annars um DNA-lífsýni. 

Systir Hartmans, vinur hans og lögmaður voru viðstödd aftökuna ásamt vini fórnarlambsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert