Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ákvað í dag að leggja fram frumvarp að nýjum lögum sem kveða á um að fyrirtækjum í ríkjum sambandsins verði skylt að hafa ákveðið hlutfall af stjórnum sínum skipað konum.
„Þetta er frágengið. Framkvæmdastjórnin hefur tekið undir tillögu mína að evrópskum lögum um að konur skipi 40% stjórnarmanna fyrirtækja fyrir 2020,“ skrifaði Viviane Reding, yfirmanni dómsmála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, á Twitter-síðu sína í kjölfar ákvörðunarinnar.
Frá þessu er greint á fréttavefnum Euobserver.com.