Áhrifamikil mótmæli í Evrópu

00:00
00:00

Óeirðarlög­regl­an stóð í ströngu á Spáni og Ítal­íu í dag er þúsund­ir óánægðra borg­ara streymdu út á göt­ur til að mót­mæla niður­skurði hins op­in­bera. Fjölda­mót­mæli og verk­föll fóru fram víða í Evr­ópu. Í dag lömuðust sam­göng­ur víða í álf­unni vegna verk­falla og mót­mæla.

Mik­ill mann­fjöldi kom sam­an í Madrid og mót­mælti niður­skurðaráform­um. Mót­mæl­end­ur hrópuðu, flautuðu, púuðu og steyttu hnef­ana. Fán­ar verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar sáust víða og á spjöld var skrifað: Þið eruð að taka af okk­ur framtíðina.

Lög­regluþyrl­ur sveimuðu yfir hópn­um. Óeirðarlög­regl­an lét til sín taka. Marg­ir hópuðust að þing­hús­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert