Þrír Ísraelar voru drepnir í morgun í árás Palestínumanna eftir að þrír liðsmenn hernaðararms Hamas voru drepnir í nótt í loftárás Ísraelshers á Gaza í nótt.
Ísraelskar herþotur gerðu loftárás á Gaza í nótt en í gær var Ahmed al-Jabari, yfirmaður hernaðararms Hamas, drepinn af Ísraelsher.
Arabaríkin fordæmdu árásir Ísraela á Gaza á neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sem haldin var seint í gærkvöldi en Bandaríkin vörðu ákvörðun Ísraelshers á fundinum.
Egyptar og önnur arabaríki óskuðu eftir neyðarfundinum eftir að Ísraelar gerðu meira en tuttugu loftárásir á Palestínu og drápu meðal annars Ahmed Jaabari.
Alls eru ellefu Palestínumenn og þrír Ísraelar látnir eftir árásir í gær og í dag. Talið er að Ísraelar hafi gert yfir 100 loftárásir á Gaza og Hamas hafa ekki látið sitt eftir liggja en talið er að hreyfingin hafi gert yfir 130 árásir á Ísrael á sama tímabili.
Ísraelarnir sem létust bjuggu í bænum Kiryat Malachi sem er í um 30 km fjarlægð frá landamærum Gaza strandarinnar. Fjórir særðust í árásinni. 115 Palestínumenn hafa særst í árásum Ísraelsmanna.