Fátækasti forseti heims

Jose Mujica, forseti Úrúgvæ.
Jose Mujica, forseti Úrúgvæ. AFP

Oft hneykslast fólk á lífsstíl valdhafa og segja þá lifa lífi sem eigi ekkert skylt við aðstæður hins almenna borgara. Þannig er því þó ekki farið í Úrúgvæ. Forseti landsins býr á hrörlegum bóndabæ og gefur stærstan hluta launa sinna.

Þetta kemur fram í úttekt um forsetann á vef BBC.

Vatnið fær forsetinn Jose Mujica úr brunni í garðinum. Fyrir utan standa tveir lögreglumenn og þrífættur hundur vörð. Lífsstíll forseta Úrúgvæ er augljóslega allt annar en flestra annarra forseta heimsins.

 Mujica hafnar því að búa í forsetahöll landsins og vill búa á bóndabæ eiginkonunnar, rétt fyrir utan höfuðborgina Montevideo. Forsetahjónin yrkja sjálf landið og rækta blóm.

Mujica gefur um 90% launa sinna til góðgerðamála. Þetta hefur orðið til þess að flestir kalla hann „fátækasta forseta heims“.

„Ég hef búið svona allt mitt líf. Ég get látið mér líða vel með það sem ég hef,“ segir forsetinn.

Auðæfi forsetans voru árið 2010 talin nema 1.800 Bandaríkjadölum - og voru bundin í Volkswagen bjöllu bifreið hans. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert