Palestínumenn skutu eldflaugum frá Gaza-svæðinu í dag yfir landamærin að Ísrael og að landnemabyggðum á vesturbakkanum, skammt frá Jerúsalem. Engin slys urðu á fólki.
Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísraels, fyrirskipaði í kjölfarið flutning fleiri hermanna úr varaliði hersins og hergagna að landamærunum að Gaza. Ástandið hefur stigmagnast eftir að Ahmed al-Jabari, yfirmaður hernaðararms Hamas, var drepinn af Ísraelsher á miðvikudaginn.
Síðan þá hafa tugir látið lífið og hafa stóryrtar yfirlýsingar verið gefnar. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir að Ísraelar muni grípa til þeirra aðgerða „sem teljist nauðsynlegar“ til að vernda borgara sína.