Mohamed Morsi, forseti Egyptalands, segir að hernaðaraðgerð Ísraela á Gaza sé ósvífin árás gegn mannkyni. Þetta hefur egypska fréttastofan MENA eftir ráðherranum. Alls hafa 23 Palestínumenn fallið í árasum ísraelska hersins.
„Egyptar muni ekki skilja íbúa Gaza eftir eina [...] Það sem er að gerast er ekkert annað en ósvífin árás gegn mannkyni,“ sagði Morsi. Hisham Qandil, forsætisráðherra Egyptalands, heimsótti Gaza og hét hann því að stuðla að því að tryggja vopnahlé og stöðva blóðbaðið.
„Ég segi það í nafni allra Egypta að Egyptaland nútímans er ekki Egyptalands gærdagsins, og að arabar í dag séu ólíkir aröbum gærdagsins,“ sagði forsetinn að loknum föstudagsbænum í mosku í Kaíró, höfuðborg Egyptalands.
Morsi var frambjóðandi Bræðralags múslíma í forsetakosningunum. Hreyfingin leiddi til stofnunar Hamas-samtakanna sem stjórnar Gaza.
Morsi segir að Egyptar muni ekki sætta sig við hernaðaraðgerðir Ísraela á Gaza.