Þörf á frekari endurskipulagningu skulda

AFP

Lík­lega þarf að grípa aft­ur til þess ráðs að end­ur­skipu­leggja skuld­ir gríska rík­is­ins þar sem þær eru ósjálf­bær­ar eins og staðan er í dag. Þetta sagði seðlabanka­stjóri Þýska­lands, Jens Weidmann, við blaðamenn í Berlín í dag.

Fram kem­ur á frétta­vefn­um Eu­obser­ver.com að Weidmann hafi hins veg­ar varað við því að slík aðgerð myndi eft­ir sem áður ekki leysa efna­hags­vanda­mál Grikkja.

Frek­ari björg­un­araðgerðir fyr­ir Grikk­land eru nú í biðstöðu á meðan Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn og fjár­málaráðherr­ar evru­ríkj­anna koma sér sam­an um það með hvaða hætti verði hægt að draga úr skulda­vanda lands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka