29 fallið á Gaza

Nú í kvöld létust þrír til viðbótar á Gazaströndinni eftir loftárásir Ísraelshers. 29 hafa látist á svæðinu í dag, þeirra á meðal mörg börn. Árásir hafa verið á báða bóga frá því á miðvikudag. Mun fleiri hafa þó fallið á Gaza heldur en í Ísrael. ´

Nú í kvöld létust tveir karlmenn í árás sem gerð var í Rafah í suðurhluta Gaza. Þá lést 60 ára gömul kona í árás á hús hennar, einnig í Rafah.

Gríðarleg eyðilegging blasir við á svæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert