Ungbarn lést í loftárásum

Alls hafa 47 látist á Gazaströndinni frá því að loftárásir …
Alls hafa 47 látist á Gazaströndinni frá því að loftárásir Ísraelsmanna hófust þar á miðvikudaginn. Meira en 450 eru slasaðir, sumir alvarlega. AFP

18 mánaða gamall drengur, Iyyad Abu Khusa, lést í loftárás Ísraela skammt frá Burej-flóttamannabúðunum á Gaza í nótt. Tveir bræður hans, fjögurra og fimm ára, slösuðust alvarlega í árásinni. 

Ísraelsher hefur enn ekki tjáð sig um árásina.

Tveir létust til viðbótar í loftárásum í nótt. Ísraelar vörpuðu sprengjum á tvær byggingar sem hýsa starfsemi sjónvarpsstöðvanna al-Quds og al-Aqsa í Gazaborg í nótt. Þar særðust sex fréttamenn, en enginn þeirra alvarlega.

Imad Efranji, yfirmaður al-Quds, segir að þetta sé árás á frjálsa fjölmiðlun. „Umfjöllun fjölmiðla neyddi Ísraela til að láta af morðum á börnum og almennum borgurum í síðustu árásum,“ sagði hann í samtali við AFP-fréttastofuna og átti þar við árásir í desember 2008 og janúar 2009. Einnig var sprengjum varpað á lögreglustöð í austurhluta Gaza, á þjálfunarbúðir Hamas-samtakanna og á samskiptabúnað samtakanna.

Ismail Haniya, forsætisráðherra Hamas á Gaza, ræddi við Mohammed Morsi, forseta Egyptalands, í nótt, en Morsi hefur leitað ýmissa leiða til að fá aðila til að leggja niður vopn og hefja viðræður.

Alls hafa 47 látist á Gazaströndinni frá því að loftárásir Ísraelsmanna hófust þar á miðvikudaginn. Meira en 450 eru slasaðir, sumir alvarlega.

Frá Gazaströndinni.
Frá Gazaströndinni. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert