Hvetja Ísrael til að gera ekki innrás

Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands.
Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands. AFP

Bresk og frönsk stjórnvöld hafa hvatt ráðamenn í Ísrael til þess að gera ekki innrás á Gaza-ströndina. Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hafi sagt við fjölmiðla að slík innrás myndi gera að engu mikið af þeim alþjóðlega stuðningi og samúð sem Ísraelar nytu.

Utanríkisráðherra Frakklands, Laurent Fabius, sagði að sama skapi við fjölmiðla í heimsókn til borgarinnar Tel Aviv í Ísrael í gær að stríð væri ekki valmöguleiki í stöðunni. Það væri aldrei lausnin.

Evrópusambandið hefur sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem Hamas-samtökin, sem fara með stjórnartaumana á Gaza-ströndinni, voru sökuð um að eiga upphafið að þeim átökum sem nú standa yfir.

„Eldflaugaárásir Hamas-samtakanna og annarra hópa á Gaza-ströndinni, sem voru upphafið að núverandi átökum, eru algerlega óviðunandi,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert