Kaldrifjaða ísdrottningin fyrir rétt

Goidsargi Estibaliz Carranza Zabala er hún var leidd inn í …
Goidsargi Estibaliz Carranza Zabala er hún var leidd inn í dómssal í Vín í morgun. AFP

Austurrísk kona, sem hefur fengið viðurnefnið „kaldrifjaða ísdrottningin“, kom fyrir rétt í Vín í Austurríki í dag, ákærð fyrir að hafa myrt tvo karlmenn, hlutað lík þeirra í sundur og komið þeim fyrir í gólfi í kjallara ísbúðar sinnar. 

Konan heitir Goidsargi Estibaliz Carranza Zabala og er spænsk og mexíkósk að uppruna.

Hún er sögð hafa framið fyrra morðið árið 2008 er hún myrti eiginmann sinn, Holger Holz, og hið síðara tveimur árum síðar og þá var um að ræða sambýlismann hennar, Manfred Hinterberger að nafni.

Hún sagaði líkin í sundur með keðjusög og bætti þeim út í steypu sem hún hrærði í kjallara ísbúðarinnar. Upp komst um morðin í júlí í fyrra þegar gera þurfti við kjallarann. Þá flúði Carranza til Ítalíu, en náðist innan tíðar.

Þá var hún barnshafandi og giftist síðan barnsföður sínum í fangelsi. Barnið fæddist í janúar síðastliðnum og var sent til foreldra hennar á Spáni.

Hættuleg prinsessa

Carranza er nú vistuð á réttargeðdeild og í sálfræðiskýrslum segir að hún sé hættuleg og þankagangur hennar sé „eins og hjá prinsessu sem vilji láta karlmann bjarga sér“.

Áður en hún framdi morðin fór hún á námskeið í meðferð skotfæra og lærði að blanda steypu í byggingarvöruverslun. Eftir morðið á Hintenberger bókaði hún neyðartíma í handsnyrtingu, þar sem neglur hennar höfðu orðið fyrir hnjaski.

Saksóknari segir að Carranza leiki tveimur skjöldum og reyni að koma fyrir sem vönduð manneskja sem aldrei myndi fremja glæp. „Mitt verkefni felst í því að sýna ykkur hina hliðina á henni. Að hún er miskunnarlaus morðingi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert