Lögreglumaður í New York neitar að hafa skipulagt mannát. Gilberto Valle, 27 ára gamall lögreglumaður, er sakaður um að hafa skipulagt rán á 100 konum í þeim tilgangi að elda þær og leggja þær sér síðan til munns.
Hann var leiddur fyrir dómara í Manhattan í dag. Hann sagðist saklaust af ákæruliðum um að skipuleggja mannrán og brjótast inn í tölvukerfi lögreglunnar og nýta sér upplýsingar um fyrirhuguð fórnarlömb sín.
Valle er sagður eiga vitorðsmann. Saman eiga þeir að hafa lagt á ráðin um að byrla konunum klóróform svo þær myndu líða út af. Með þeim hætti ætluðu þeir að fara með þær á heimili Valles þar sem þeim yrði komið fyrir í búri, eldaðar og steiktar.
Lögreglumaðurinn Valle er sagður hafa skipst á upplýsingum við vitorðsmann sinn í gegnum tölvupóst.
Í gögnum Valles fundust gögn um 100 konur, myndir og persónulegar upplýsingar. Lögmaður hans segir engan kvenmann hafa sakað og segir jafnframt að þetta sé hrein og klár fantasía, þar sem hann hafi aldrei ætlað sér að hrinda órunum í framkvæmd.
Í réttarsal talaði Valle skýrt og sýndi engar tilfinningar. Lögmaður hans fór fram á að honum yrði sleppt gegn tryggingu en var hafnað.