Ástkonan er miður sín

00:00
00:00

Paula Broadwell, sem átti í ástar­sam­bandi við Dav­id Petra­eus fyrr á þessu ári, er niður­brot­in og upp­full af skömm yfir því sem gerst hef­ur eft­ir að fram­hjá­haldið komst upp.

Stephen Kranz, bróðir Broadwell, tjáði sig við tíma­ritið People um líðan syst­ur sinn­ar. Paula Broadwell og eig­inmaður henn­ar, Scott, hafa dvalið á heim­ili hans síðustu daga, en sneru heim til sín í gær.

„Hún er niður­brot­in yfir því sem gerst hef­ur,“ seg­ir Kranz. „Hún finn­ur til sekt­ar og er upp­full af skömm yfir því sem hún gerði. Hún afar leið yfir þeim sárs­auka sem hún hef­ur valdið eig­in­manni sín­um, fjöl­skyldu sinni og fjöl­skyldu Petra­eus. Hún viður­kenn­ir að hún ber ábyrgð á gjörðum sín­um og veit að hún gerði mis­tök.“

Kranz seg­ir að syst­ir sín ein­beiti sér nú að fjöl­skyldu sinni, eig­in­manni og því að verja börn þeirra fyr­ir áhrif­um af þessu máli.

Petra­eus neydd­ist til að segja af sér sem yf­ir­maður CIA eft­ir að upp komst um fram­hjá­haldið. Rann­sókn á því hvers vegna Broadwell var með leyni­leg gögn í tölvu sinni stend­ur enn yfir.

David Petraeus og Paula Broadwell.
Dav­id Petra­eus og Paula Broadwell. HO
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert