Palestínumenn hætti eldflaugaárásum strax

AFP

Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna krefst þess að Palestínumenn hætti árásum sínum á Ísrael þegar í stað. Hann átti fund með palestínska leiðtoganum Mahmud Abbas í dag. 

„Þetta er óásættanlegt,“ sagði framkvæmdastjórinn á blaðamannafundi á Vesturbakkanum í dag. Hann segir að nú væri nauðsynlegt að ná sáttum í deilunni og koma á vopnahléi.

Palestínumenn hafa skotið hundruðum eldflauga frá Gazaströndinni að Ísrael. Loftárásir Ísraelshers hafa fellt tugi manna á Gaza í átökunum sem blossuðu aftur upp á miðvikudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert