Vopnahlé hefur tekið gildi

Haldi vopnahléið næsta sólarhringinn þá verður Ísraelsmönnum gert, samvkæmt samkomulaginu, …
Haldi vopnahléið næsta sólarhringinn þá verður Ísraelsmönnum gert, samvkæmt samkomulaginu, að opna landamærastöðvar og hleypa bæði fólki og varningi í gegn. AFP

Vopnahlé á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á Gaza hófst með formlegum hætti kl. 19 að íslenskum tíma (kl. 21 að staðartíma). Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Egyptalands greindu frá samkomulaginu fyrr í kvöld.

AFP segir að fagnaðarlæti hafi brotist út í Gazaborg þegar vopnahléið tók gildi.

Fréttastofan hefur afrit af samkomulaginu undir höndum. Þar segir að Ísrael skuli stöðva allar hernaðaraðgerðir á hafi, landi og í lofti. Þá skuli Ísraelar ekki gera innrás né ráðast á tiltekna einstaklinga. Palestínumenn voru aftur á móti beðnir um að stöðva allar flugskeytaárásir á Ísrael við landamærin.

Haldi vopnahléið í sólarhring þá eiga Ísraelsmenn að hefja undirbúning að því að opna landamærastöðvar og hleypa bæði fólki og vörum í gegn.

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir næstu 24 klukkustundirnar ráða úrslitum varðandi framhaldið. Hún fagnaði samkomulaginu og sagði að Bandaríkin myndu starfa með sínum bandamönnum á svæðinu að því að tryggja að samkomulagið haldi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert