Bretar búa sig undir flóð

Flóð gerðu mörgum Bretum einnig lífið leitt í haust, en …
Flóð gerðu mörgum Bretum einnig lífið leitt í haust, en þessi mynd var tekin í september. AFP

Mikið úrhelli og hvassviðri hefur gert íbúum víða á Bretlandi lífið leitt annan daginn í röð. Þarlend yfirvöld segja að um helgina megi búast við auknum vatnavöxtum og flóðum.

Búið er að gefa út 80 flóðviðvaranir, aðallega í suðvestur- og miðhluta Englands. Í gær voru um 100 hús rýmd í kjölfar gríðarlegrar úrkomu og hvassviðris.

Vegir eru víða undir vatni og hafa mörg hundruð ökumenn verið strandaglópar.

Breska veðurstofan segir að sumstaðar hafi úrkoman mælst um 60 millimetrar. Spáð er frekari úrkomu á laugardag og sunnudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert