Leiðtogar ESB frestuðu fundi

Angela Merkel, kanslari Þýskalands og Herman Van Rompuy forseti leiðtogaráðs …
Angela Merkel, kanslari Þýskalands og Herman Van Rompuy forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins á fundinum í Brussel í gær. AFP

Leiðtog­ar Evr­ópu­sam­bands­ins frestuðu í nótt fundi sín­um um lang­tíma­fjár­lög sam­bands­ins fyr­ir árin 2014 - 2020 fram til há­deg­is á morg­un. Haft hef­ur verið eft­ir mörg­um þeirra að erfitt gæti reynst að ná sam­komu­lagi.

Fund­ur­inn er hald­inn í Brus­sel og hófst í gær, mörg­um klukku­stund­um síðar en áætlað hafði verið vegna mik­ils ágrein­ings um hvernig eigi að verja fjár­mun­um sam­bands­ins. Bret­ar hafa hótað að beita neit­un­ar­valdi, gangi ESB ekki að kröf­um þeirra um niður­skurð í fjár­lög­un­um og Ang­el Merkel, kansl­ari Þýska­lands, var ekki vongóð í gær­kvöldi um að sam­komu­lag næðist.

„Ég tel að við höf­um náð nokkr­um ár­angri, en ég ef­ast um að við náum sam­komu­lagi,“ sagði Merkel. Í sama streng tók Franco­is Hollande, for­seti Frakk­lands. 

Lagði fram nýj­ar til­lög­ur í gær­kvöldi

„Kannski verður þessi fund­ur lang­ur og flók­inn,“ sagði Herm­an Van Rompuy, for­seti leiðtogaráðs Evr­ópu­sam­bands­ins við upp­haf fund­ar­ins í gær. „Sem bet­ur fer kem­ur þetta mál ekki upp oft­ar en sjö­unda hvert ár.“

Van Rompuy lagði fram nýj­ar fjár­laga­til­lög­ur seint í gær­kvöldi. Þær hljóða upp á sömu upp­hæð og þær fyrri, 972 millj­arða evra, en þar er lagt til að fénu sé skipt á ann­an hátt en í fyrri til­lög­um, t.d. er þar lagt til að meira fé sé varið til byggðaþró­un­ar og land­búnaðar­stefnu.

Frá vinstri: Janez Jansa, forseti Slóveníu, Herman Van Rompuy, forseti …
Frá vinstri: Janez Jansa, for­seti Slóven­íu, Herm­an Van Rompuy, for­seti leiðtogaráðs Evr­ópu­sam­bands­ins, Pedro Passos Coel­ho, for­sæt­is­ráðherra Portú­gals, Dalia Gry­bauskaite, for­seti Lit­há­en, Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, Franco­is Hollande, for­seti Frakk­lands, Jyrki Katain­en, for­sæt­is­ráðherra Finn­lands, Jose Manu­el Barroso, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins og kansl­ari Aust­ur­rík­is, Werner Faym­ann á fund­in­um í gær. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert